Umsögn við fjármálastefnu 2018 - 2022
 
Ég settist niður á sunnudaginn og ritaði nokkurra blaðsíðna umsögn til fjárlaganefndar vegna fjármálastefnu 2018 - 2022. 

Miðað við fréttir síðustu daga voru aðrir umsagnaraðilar aðallega að hnýta í að ekki væri verið að fara nægilega varlega við áætlunina vegna forsendna um langan tíma hagvaxtar. 

Mér fannst það satt best að segja léttvægt vandamál því greiðslugeta ríkissjóðs í ISK er ekki háð hagvexti á nokkurn hátt.

Einnig var því haldið fram að það yrði að fara varlega í dag til þess að eiga efni fyrir útgjöldum ríkissjóðs á morgun. 

En það er ekki rétt: ríkissjóður er útgefandi íslenskrar krónu og mun aldrei, vegna efnahagslegra ástæðna, lenda í vandræðum með að borga fyrir neitt sem verðlagt er í ISK.

Þá benti ég á að minni afgangur á rekstri ríkissjóðs fæli ekki endilega í sér slaka á aðhaldsstigi opinberra fjármála. Ástæðan er að við vitum ekki hvort eftirspurnaráhrifin sem eru að koma frá hinum geirum (innlendi einkageirinn og erlendi geirinn) hagkerfisins séu minni eða meiri á sama tíma. Geirajafnvægi skiptir nefnilega máli: þótt afgangur eins geira sé að minnka getur heildareftirspurn í hagkerfinu eftir sem áður verið að minnka.

Ef eitthvað er benti ég ekki nægilega skýrt á að þótt ríkissjóður þurfi ekki að hafa áhyggjur af sinni greiðslugetu í ISK gildir ekki hið sama um sveitarfélög. Ég minnist aðeins stuttlega á þetta atriði.

Eins benti ég á og hvatti nefndarmenn til þess að öll erlend lán ríkissjóðs væru greidd upp sem allra fyrst. Enda er ríkissjóður notandi viðkomandi gjaldmiðla en ekki útgefandi.

Þá benti ég nefndarmönnum á að atvinnubótavinna væri kjörið opinbert (ótímabundið) verkefni sem ríkissjóður getur fjármagnað til að ná fram grunngildum fjármálastefnunnar (sjálfbærni, varfærni, stöðugleiki, festa, gagnsæi). 

Að nokkru leyti var eftirfarandi texti kjarni umsagnar minnar:

Opinberar skuldbindingar ríkissjóðs í ISK eru alltaf viðráðanlegar út frá efnahagslegu sjónarmiði. Það er engin þörf fyrir ríkissjóð að spara í dag til þess að „eiga fyrir“ opinberum framkvæmdum þegar núverandi hagvaxtarskeiði lýkur. Að minnka opinberar skuldir í ISK í dag hefur engin áhrif á getu ríkissjóðs til þess að inna af hendi greiðslur í ISK í framtíðinni „þegar harðna fer á dalnum“ í efnahagslegu tilliti. Peningaleg og fjárhagsleg markmið sjálfstæðs ríkis sem gefur út sinn eiginn lögeyri eiga fyrst og fremst að snúa að því að valda ekki verðbólgu en ekki að draga úr peningalegum opinberum skuldum, þ.e. peningalegum eignum einkageirans.

Umsögnin birtist í heild sinni hér í viðhengi. Endilega kíkið á allar sex blaðsíðurnar!


Ólafur Margeirsson PhD released this post 3 days early for $3 patrons.   Become a $3 patron
Tier Benefits
Stuðningur/Support
$1 or more per month 3 patrons
Takk fyrir stuðninginn! Þú færð email í hvert skipti sem ég pósta + aðgang að öllum videoum sem ég deili í gegnum Patreon appið á snjallsímum + sendu mér FB eða Twitter skilaboð með uppástungu um efni fyrir næsta póst.


Many thanks for your support! You'll get access to all videos that I'll post through the Patreon app. Follow me on Twitter (@IcelandicEcon) or Facebook and suggest a topic for the next post!

Aðgangur/Access
$3 or more per month 26 patrons
Allt sem "Stuðningur" veitir + enn meiri þakkir + þú færð aðgang að öllu efni sem ég mun í langflestum tilvikum eingöngu birta á þessari síðu. Þú færð líka að lesa blaðagreinar og aðrar lengri greinar 3 dögum áður en ég birti þær opinberlega.


Anything that "Support" gives you + you'll get access to all Patreons-only posts, Icelandic and English!

Bækur/Books
$5 or more per month 37 patrons
Allt hér að ofan + þú færð ókeypis áritað eintak af öllum bókum sem ég mun skrifa í framtíðinni á meðan þú styður mig hér. Heimsending er innifalin. Þú færð líka að sjá útdrætti úr köflum bóka sem ég er að vinna að.


All above + a free signed copy of all books I write, sent to an address of your choice!

Fyrirlestrar/Seminars
$10 or more per month 22 patrons
 Allt hér að ofan + þú færð ókeypis aðgang að almennum og óformlegum fyrirlestri á Íslandi, hvenær sem ég kem heim til Íslands (1-2x á ári). Efni fyrirlestrarins, staðsetning og stund verður auglýst nokkrum dögum áður.


All above + free access to a seminar on the Icelandic economy whenever I'm there!

Umræða/Discussion
$50 or more per month 1 of 5 patrons
 Allt hér að ofan + í hvert skipti sem ég kem til Íslands (1-2x á ári) getum við hist og spjallað ítarlega um efnahagsmál og önnur hagfræðileg málefni. Ef þú vilt máttu gjarnan hóa í fólk sem þú þekkir, t.d. innan skóla, félagasamtaka, stjórnmálahóps eða í tilefni pallborðsumræðna. Þú færð líka eins margar bækur á framleiðslukostnaðarverði og þú óskar eftir.


All above + contact me for a detailed discussion on the Icelandic economy, including a presentation for a group etc.

Styrkur/Grant
$1,600 or more per month 0 of 3 patrons
Allt hér að ofan + þú gerir mér strax kleift að uppfylla metnaðarfyllsta markmið mitt hér (2000 dollarar á mánuði) og þar með fjármagnarðu fyrirlestra og menntun fyrir aðra. Þá minnist ég sérstaklega á og auglýsi þinn stuðning hér á þessari síðu, á Facebook og á Twitter ef þú óskar eftir því. Eftir því sem ég kemst nær 2000 dollara takmarkinu lækkar þetta mánaðarlega áheit en verður þó aldrei lægra en 500 dollarar.


All above + you'd finance my travels and all education for the Icelandic public and others about how the economy and the monetary system works!

Recent Posts