Veganistur are creating delicious vegan recipes
18
patrons
$122
per month
Hæ!

Við heitum Helga María og Júlía Sif og rekum vegan matarbloggið Veganistur.is.

Markmið okkar er að sýna öllum hvað það er auðvelt og skemmtilegt að elda vegan mat, hvort sem þú nú þegar ert vegan, langar til að verða vegan eða einfaldlega vilt elda meira af grænkeramat. Við viljum færa lesendum okkar vegan uppskriftir sem henta öllum. Þess vegna hefur það alltaf verið okkur mikilvægt að uppskriftirnar séu aðgengilegar, ekki of flóknar, en þó gæðamiklar og bragðgóðar. Eitt af aðal áhugamálunum okkar er að veganvæða hefðbundnar uppskriftir sem við íslendingar höfum alist upp við að borða. Það má jafnvel segja að við Veganistur séum hvað þekktastar fyrir að taka hversdagsmat og bakstur í vegan yfirhalningu, en á blogginu má einnig finna heilan helling af gómsætum hátíðar- og veisluuppskriftum.

Veganistur.is hefur stækkað ört síðustu ár og hefur lengi verið í fremstu röð veganmatarblogga landsins
Við systur sjáum um allt sem viðkemur blogginu samhliða fullu námi og öðrum verkefnum.
Að framleiða nýtt efni fyrir bloggið getur verið kostnaðarsamt, bæði í peningum og tíma talið. Það þarf að versla inn, útbúa uppskriftir, taka myndir, skrifa færslurnar og deila á samfélagsmiðlum. Kostnaður og tími er misjafn, en verulega lítill hluti færsla okkar er kostuð af öðrum fyrirtækjum, en við tókum snemma ákvörðun um að vanda virkilega val á samstarfsaðilum og síðan hefur aldrei innihaldið auglýsingar að öðru tagi. Við systurnar búum í sitthvoru landinu sem takmarkar tækifæri okkar til að taka þátt í spennandi verkefum sem okkur bjóðast í samstarfi við ýmis fyrirtæki. Í stuttu máli er vefurinn okkar 100% óháður og endurspeglar alltaf okkar eigin skoðanir og svoleiðis viljum við halda honum.

Þess vegna ákváðum við að opna Patreon síðu fyrir Veganistur.is. Við viljum geta lagt enn meiri tíma og vinnu í bloggið og sýnt íslendingum hvað það er ótrúlega auðvelt að elda vegan mat.
Við vitum öll hversu mikilvægt það er að borða meira grænt, fyrir heilsuna, umhverfið og, ekki síst, dýrin. Við höfum því ekki síst kappkostað að færa lesendum okkar uppskriftir sem hörðustu kjötelskendur geta vel hugsað sér að elda og borða (og vonandi með tímanum skipta kjötinu, mjólkinni og eggjunum alveg út).

Með því að styrkja Veganistur hjálpar þú til við að auka svigrúm og afkastagetu okkar.
Við höfum lengi verið með uppskriftabók í maganum og vonumst við til að smávægilegur stuðningur frá tryggum lesendum okkar geri okkur kleift að viðhalda háum staðli á vefnum ásamt því að vinna að bók. Hér til hliðar má sjá hvaða fríðindi við bjóðum mögulegum nýjum meðlimum Veganistu-fjölskyldunnar. Við erum nú þegar fullar af þakklæti til þeirra sem yfir höfuð lesa bloggið okkar og með ykkar stuðningi viljum við betrumbæta það sem fyrir er, og bæta nýju við.

Við minnum á að hægt er að hætta að styrkja Veganistur hvenær sem er og stuðningur þinn er ekki bundinn á neinn hátt. Við vinnum að sjálfsögðu að því styrktaraðilar fái verðmæti úr stuðningi sínum, en þú ákveður að hætta því myndum við glaðar vilja fá ábendingu um það hvað betur mætti fara.

Veganistur <3
Tiers
Stuðningur 1
$1 or more per month

Við bjóðum þig hjartanlega velkomin/n í Veganistu-fjölskylduna. Með framlagi þínu hjálpar þú okkur að skapa fleiri gómsætar vegan uppskriftir. Takk!

Stuðningur 2
$5 or more per month

Við bjóðum þig hjartanlega velkomin/n í Veganistu-fjölskylduna. Framlag þitt eflir starf Veganista svo um munar. Sem þakkarvott fyrir þennan ómetanlegan stuðning bjóðum við þér:

 1. Aðgang að lokuðum Facebook hóp Veganista. Þar verðum við systurnar til taks varðandi allt sem tengist vegan eldamennsku og lífstíl. Þar munum við reglulega streyma beint úr eldhúsum okkar þar sem þér gefst tækifæri á að elda með okkur. 
 2. Einn vikumatseðil í PDF formi með uppskriftum og innkaupalista í hverjum mánuði. Stuðningur 3
$10 or more per month

Þú hjálpar okkur að taka Veganistur á næsta stig og fyrir það erum við ótrúlega þakklátar. Með stuðningi frá fólki eins og þér ætti matreiðslubók Veganista að verða að veruleika fyrr en seinna. Sem þakkarvott fyrir þennan rausnarlega stuðning bjóðum við þér:

 1. Aðgang að lokuðum Facebook hóp Veganista. Þar verðum við systurnar til taks varðandi allt sem tengist vegan eldamennsku og lífstíl. Þar munum við reglulega streyma beint úr eldhúsum okkar þar sem þér gefst tækifæri á að elda með okkur. 
 2. Þú færð forgang að tillögum að uppskriftafærslum. Hvað hefur þér alltaf langað að matreiða? Við finnum lausnina.
 3. Tvo vikumatseðla í PDF formi með uppskriftum og innkaupalistum í hverjum mánuði.
 4. Nafn þitt birtum við á þakklætislista á Veganistum.is. Takk takk takk!


Hæ!

Við heitum Helga María og Júlía Sif og rekum vegan matarbloggið Veganistur.is.

Markmið okkar er að sýna öllum hvað það er auðvelt og skemmtilegt að elda vegan mat, hvort sem þú nú þegar ert vegan, langar til að verða vegan eða einfaldlega vilt elda meira af grænkeramat. Við viljum færa lesendum okkar vegan uppskriftir sem henta öllum. Þess vegna hefur það alltaf verið okkur mikilvægt að uppskriftirnar séu aðgengilegar, ekki of flóknar, en þó gæðamiklar og bragðgóðar. Eitt af aðal áhugamálunum okkar er að veganvæða hefðbundnar uppskriftir sem við íslendingar höfum alist upp við að borða. Það má jafnvel segja að við Veganistur séum hvað þekktastar fyrir að taka hversdagsmat og bakstur í vegan yfirhalningu, en á blogginu má einnig finna heilan helling af gómsætum hátíðar- og veisluuppskriftum.

Veganistur.is hefur stækkað ört síðustu ár og hefur lengi verið í fremstu röð veganmatarblogga landsins
Við systur sjáum um allt sem viðkemur blogginu samhliða fullu námi og öðrum verkefnum.
Að framleiða nýtt efni fyrir bloggið getur verið kostnaðarsamt, bæði í peningum og tíma talið. Það þarf að versla inn, útbúa uppskriftir, taka myndir, skrifa færslurnar og deila á samfélagsmiðlum. Kostnaður og tími er misjafn, en verulega lítill hluti færsla okkar er kostuð af öðrum fyrirtækjum, en við tókum snemma ákvörðun um að vanda virkilega val á samstarfsaðilum og síðan hefur aldrei innihaldið auglýsingar að öðru tagi. Við systurnar búum í sitthvoru landinu sem takmarkar tækifæri okkar til að taka þátt í spennandi verkefum sem okkur bjóðast í samstarfi við ýmis fyrirtæki. Í stuttu máli er vefurinn okkar 100% óháður og endurspeglar alltaf okkar eigin skoðanir og svoleiðis viljum við halda honum.

Þess vegna ákváðum við að opna Patreon síðu fyrir Veganistur.is. Við viljum geta lagt enn meiri tíma og vinnu í bloggið og sýnt íslendingum hvað það er ótrúlega auðvelt að elda vegan mat.
Við vitum öll hversu mikilvægt það er að borða meira grænt, fyrir heilsuna, umhverfið og, ekki síst, dýrin. Við höfum því ekki síst kappkostað að færa lesendum okkar uppskriftir sem hörðustu kjötelskendur geta vel hugsað sér að elda og borða (og vonandi með tímanum skipta kjötinu, mjólkinni og eggjunum alveg út).

Með því að styrkja Veganistur hjálpar þú til við að auka svigrúm og afkastagetu okkar.
Við höfum lengi verið með uppskriftabók í maganum og vonumst við til að smávægilegur stuðningur frá tryggum lesendum okkar geri okkur kleift að viðhalda háum staðli á vefnum ásamt því að vinna að bók. Hér til hliðar má sjá hvaða fríðindi við bjóðum mögulegum nýjum meðlimum Veganistu-fjölskyldunnar. Við erum nú þegar fullar af þakklæti til þeirra sem yfir höfuð lesa bloggið okkar og með ykkar stuðningi viljum við betrumbæta það sem fyrir er, og bæta nýju við.

Við minnum á að hægt er að hætta að styrkja Veganistur hvenær sem er og stuðningur þinn er ekki bundinn á neinn hátt. Við vinnum að sjálfsögðu að því styrktaraðilar fái verðmæti úr stuðningi sínum, en þú ákveður að hætta því myndum við glaðar vilja fá ábendingu um það hvað betur mætti fara.

Veganistur <3

Recent posts by Veganistur

Tiers
Stuðningur 1
$1 or more per month

Við bjóðum þig hjartanlega velkomin/n í Veganistu-fjölskylduna. Með framlagi þínu hjálpar þú okkur að skapa fleiri gómsætar vegan uppskriftir. Takk!

Stuðningur 2
$5 or more per month

Við bjóðum þig hjartanlega velkomin/n í Veganistu-fjölskylduna. Framlag þitt eflir starf Veganista svo um munar. Sem þakkarvott fyrir þennan ómetanlegan stuðning bjóðum við þér:

 1. Aðgang að lokuðum Facebook hóp Veganista. Þar verðum við systurnar til taks varðandi allt sem tengist vegan eldamennsku og lífstíl. Þar munum við reglulega streyma beint úr eldhúsum okkar þar sem þér gefst tækifæri á að elda með okkur. 
 2. Einn vikumatseðil í PDF formi með uppskriftum og innkaupalista í hverjum mánuði. Stuðningur 3
$10 or more per month

Þú hjálpar okkur að taka Veganistur á næsta stig og fyrir það erum við ótrúlega þakklátar. Með stuðningi frá fólki eins og þér ætti matreiðslubók Veganista að verða að veruleika fyrr en seinna. Sem þakkarvott fyrir þennan rausnarlega stuðning bjóðum við þér:

 1. Aðgang að lokuðum Facebook hóp Veganista. Þar verðum við systurnar til taks varðandi allt sem tengist vegan eldamennsku og lífstíl. Þar munum við reglulega streyma beint úr eldhúsum okkar þar sem þér gefst tækifæri á að elda með okkur. 
 2. Þú færð forgang að tillögum að uppskriftafærslum. Hvað hefur þér alltaf langað að matreiða? Við finnum lausnina.
 3. Tvo vikumatseðla í PDF formi með uppskriftum og innkaupalistum í hverjum mánuði.
 4. Nafn þitt birtum við á þakklætislista á Veganistum.is. Takk takk takk!